fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Dó í hræðilegu slysi tveimur mánuðum eftir ferðina til Íslands

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2019 17:30

Jie birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni og var yfir sig hrifin af Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi staður er óraunverulegur,“ sagði hin 27 ára gamla Jie Zhao þegar hún stóð fyrir framan Skógafoss sem skartaði sínu fegursta sumarið 2018. Tveimur mánuðum síðar var Jie látin eftir hræðilegt slys í Cambridge, skammt frá Boston, í Bandaríkjunum

Daniel Desroche, 54 ára karlmaður, er nú fyrir dómi vegna gruns um manndráp af gáleysi. Hann ók flutningabifreið sinni á Jie, ekki einu sinni heldur tvisvar, síðdegis þann 5. október 2018. Slysið varð með þeim hætti að Daniel var að bakka bifreið sinni við gatnamót Putnam Avenue og Magazine Street þegar hann bakkaði á Jie.

Á meðan að Jie lá óvíg eftir á götunni ók hann aftur yfir hana þegar hann tók af stað. Vegfarendur reyndu að flauta og láta Daniel vita hvað hafði gerst en hann áttaði sig ekki á því að hann hafði ekið á gangandi vegfaranda. Cambridge Day fjallar um málið á vef sínum og birtir myndir sem Jie birti á Instagram-síðu sinni af Íslandsferðinni.

Á þeim má sjá Jie í góðra vina hópi í Bláa lóninu, Þingvöllum og Reynisfjöru, svo dæmi séu tekin. Nokkrum vikum síðar var hún látin.

Jie flutti til Waukesha í Wisconsin þegar hún var 14 ára og bjó hjá móður sinni. Hún flutti svo til Cambridge þar sem hún var við nám í hinum virta skóla Massachusetts Institute of Technology. Bílstjórinn í málinu á yfir höfði sér fangelsisdóm, allt frá tveimur vikum til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“