fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Gunnar segist ekki tengjast fjársvikahringnum OneCoin: Er samt með skilti frá fjársvikahringnum á skrifstofunni sinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2019 20:43

Skjáskot úr frétt RÚV um málið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í síðasta helgarblaði að íslenska fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í eitt stærsta fjársvikamál síðari ára en málið teygir sig til 175 landa. Í kjölfarið hefur málið vakið mikla athygli í fjölmiðlum en RÚV fjallaði ítarlega um málið í fréttatímanum í kvöld.

Um er að ræða hina meintu rafmynt OneCoin sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin, vinsælustu rafmyntar í heimi. Fyrirtækið átti höfuðstöðvar í Búlgaríu og voru fjárfestar laðaðir að verkefninu með loforðum um gríðarlegan hagnað þegar rafmyntin færi á almennan markað. Samkvæmt bandarískum dómskjölum var svikamyllan sett upp sem nokkurs konar píramídasvindl. Fjárfestar sem keyptu sig inn í „verkefnið“ gátu þannig fengið meira fyrir peninginn, fleiri rafmyntir, ef þeir gátu selt öðrum hugmyndina. Bandaríska alríkislögreglan segir þó að aldrei hafi nein raunveruleg rafmynt legið að baki OneCoin. Fyrirtækið hafi verið rekið á lygum og blekkingum frá upphafi. Uppblásin loftbóla sem á endanum sprakk.

Samkvæmt bandarísku alríkislögreglunni, FBI, náði besta vinkona Ásdísar Ránar, búlgarska athafnakonan Ruja Ignatova, að svíkja út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna á heimsvísu áður en hún hvarf sporlaust í október árið 2017. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá og hafa lögregluyfirvöld víðs vegar í heiminum reynt að hafa uppi á henni, líkt og vinkona hennar Ásdís Rán en hún er andlit fyrirtækisins sem talið er að standi að baki svikamyllunni.

Segist ekki tengjast svikamyllunni en er með skilti frá henni um alla skrifstofu

Í frétt RÚV kom fram að nokkrir tugir Íslendinga hafi keypt OneCoin og að ekki sé hægt að selja myntina í skiptum fyrir venjulega peninga. Eftir að RÚV birti frétt sína um málið barst þeim ábending um að OneCoin væri með útibú hér á landi í Kópavoginum. Fréttastofa RÚV fór í útibúið til að kanna málið.

Á skiltinu við innganginn var ekki hægt að sjá að þarna væru skrifstofur OneCoin til húsa. Þegar komið var upp á aðra hæð í húsinu sáust þó skilti merkt OneCoin fyrir utan og inni á skrifstofu. Þar var Gunnar Jónasson en hann sagðist ekki tengjast OneCoin heldur sé hann umboðsmaður fyriir Dealshare hér á landi. Dealshare sé markaðstorg á netinu þar sem hægt er að greiða meðal annars með OneCoin.

„Ég fékk umboðið fyrir Dealshaker í júlí og við erum búin að vera starfandi síðan þá. Dealshaker er sölutorg þar sem menn geta keypt og selt svipað og eBay, Amazon og alibaba nema það að hérna getum við verið með þjóðargjaldmiðil og borgað með OneCoin,“ sagði Gunnar í samtali við RÚV. Hann segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir Íslendingar eigi OneCoin. „Ég hef svo sem ekki tölu yfir það en þeir skipta einhverjum tugum,“ sagði hann.

„Þið eruð þá væntanlega að selja OneCoin hérna?“ spurði fréttamaður RÚV en Gunnar svaraði því. „Nei, það er ekki hægt að kaupa OneCoin,“ sagði Gunnar. Hann sagði að í staðinn geti fólk keypt aðgang að fjármálafyrirlestri á netinu og fengið þannig réttindi til að ná sér í OneCoin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“