Konan segir að maðurinn hennar hafi veist að henni þegar hún kom heim úr vinnunni. Gerði hann það með miklu ofbeldi auk þess sem hann hótaði henni lífláti, tók hana úr fötunum með ofbeldi og tók af henni símann. Hún segir manninn sinn þá hafa brotið á sér lengi með grófum og kynferðislegum hætti í svefnherbergi þeirra á heimilinu.
Maðurinn er sagður hafa látið konuna þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið nakin á meðan hann hótaði henni ítrekað limlestingum og lífláti. Konan fór í læknisskoðun og kom þar fram að hún var með áverka víða á líkamanum.
Í frétt RÚV kemur það fram að hugsanlegt sé að maðurinn sé ekki með dvalarleyfi hér á landi en verið sé að vinna í því að afla frekari upplýsinga um það. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald og einangrun. Hætta var talin vera á að hann gæti torveldað rannsókn málsins með því að hafa áhrif á vitni og eiginkonu sína.