fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Sigurjón segir lögregluna hafa verndað Steingrím Njálsson: „Listann bar yfirskriftina: „Dauðalistinn““

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. nóvember 2019 15:45

Sigurjón M. Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón Magnús Egilsson heldur áfram að segja frá kynnum sínum af barnaníðingnum Steingrími Njálssyni á vefsvæði sínu, Miðjunni. Í gær greindi hann frá því hvernig framkvæmdi borgaralega handtöku á Steingrími. Í dag segir hann frá því hvernig Steingrímur hótaði honum síðar.

„Ég skrifaði um þegar ég handtók Steingrím Njálsson borgarlegri handtöku á Hótel Búðum 1985 eða 1986. Í maí 1987 var ég ráðinn sem blaðamaður á DV. Sem er reyndar sérstök saga, segi hana kannski seinna. Þegar ég byrjaði á DV var mér falin málaflokkur; löggufréttir og dómsmál. Ég er viss um að ég stóð ágætlega. Átti snemma forsíðufréttir. Gott og vel með það. Það kom í minn verkahring að skrifa fréttir af ömurlegum glæpum Steingríms Njálssonar,“ segir Sigurjón.

Hann segir að þá hafi verið rætt að gelda Steingrím. „Þegar við hittumst, í fyrsta sinn frá átökunum á Hótel Búðum, áttaði hann sig hver blaðamaðurinn var sem hafði verið skrifa um hann. Svipurinn og augnaráðið sem hann sendi mér var ógeðfellt. Vægast sagt. Hann sagðist hefna sín. Ég ætla fljótt yfir sögu. Steingrímur var mikið í fréttum. Svala Thorlacius, lögmaður og fyrrum sjónvarpsfréttamaður, hafði viðrað þá skoðun sína að réttast væri að vana Steingrím. Deilur urðu um þetta. Sumir tóku undir með Svölu meðan aðrir gerðu það ekki. Vildu ekki innleiða líkamsrefsingar og svo framvegis. Jæja, Steingrímur var enn og aftur á Litla-Hrauni. Skömmu áður en hann átti að losna hringdi Svala til mín og boðaði mig á sinn fund. Ég fór,“ lýsir Sigurjón.

Hann segir að Svala hafi sýnt honum blað úr fórum Steingríms. „Skrifstofan hennar var að Laugavegi 7. Ég settist gegnt henni og hún var alvarleg á svip. Hélt á handskrifuðu blaði og sagðist þurfa að segja mér alvarleg tíðindi. Sagði að maður sem hafi verið að ljúka refsivist á Litla-Hrauni hafi fært sér lista skrifaðan af Steingrími Njálssyni. Listann bar yfirskriftina: „Dauðalistinn“. Svala endurtók alvöruna áður en hún sagði mér það sem kannski skipti mestu máli. Á listanum voru, að mig minnir, fimm nöfn frekar en tíu. Jæja, í fyrsta sæti á listanum var Svala og ég var í öðru sæti. Sem sagt, Steingrímur hótaði að byrja hefndir á Svölu og síðan mér. Ég tók þessu ekki alvarlega en svo að ég sagði að ég gæti á verið rólegur þar til ég hefði skrifað frétt um dauða Svölu. Ég hitti ekki í mark. Svala nánast ávítti mig fyrir alvöruleysið,“ segir Sigurjón.

Hann segir að lokum að lögreglan hafi verndað Steingrím en skýrir það ekki meira að sinni. „Við ræddum saman dágóða stund. Auðvitað var vont að hafa svona yfir sér. Það fór sem mig grunaði að Steingrímur gerði ekki það sem hann hótaði. En hótunin ein var alvarleg. Ekki veit ég, eða man ekki, hvað úr varð. Svala hélt listanum, enda mátti ég ekki sjá hann eða lesa hvaða önnur nöfn voru þar. Hafi Svala leitað til lögreglunnar hefur sennilega ekkert verið gert. Segi síðar frá hvernig lögreglan kaus að vernda Steingrím Njálsson. Næst mun ég segja frá ömurlegri hótun Steingríms Njálssonar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Í gær

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina