fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Stal fartölvu af Landspítalanum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í 60 daga fangelsi fyrir nokkur brot. Hann var meðal annars ákærður fyrir gripdeild með því að hafa sumarið 2018 tekið peninga úr sjóðsvél Vinnufatabúðarinnar við Laugaveg. Um óverulega upphæð var að ræða, rúmar þrjú þúsund krónur.

Þá var hann ákærður fyrir að stela fartölu að óþekktu verðmæti úr skoðunarherbergi 3 á gönugudeild Landspítalans að Háaleitisbraut í september í fyrra. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað í tvö skipti úr verslun Hagkaups, annars vegar á matvöru fyrir rúmar tíu þúsund krónur og hins vegar á rakspíra að verðmæti 14 þúsund krónur.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en hann á sakaferil að baki. Árið 2013 var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot. Dómari leit til þess við ákvörðun refsingar að um minniháttar verðmæti var að ræða, hann játaði brot sín skýlaust og hefur þar að auki farið í meðferð við vímuefnavanda og sækir nú eftirmeðferðir í því skyni að breyta lífsháttum sínum.

Hæfileg refsing þótti því 60 dagar í fangelsi en með hliðsjón af sakaferli mannsins þótti ekki fært að skilorðsbinda refsinguna. Auk þess var manninum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, tæpar 190 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst