fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Engilbert ætlar að afhjúpa áður duldar upplýsingar á áhrifavaldur.is – „Þarna koma fram mörg þekkt nöfn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað er áhrifavaldur/valdar? Er það ekki einhver sem veldur áhrifum/afleiðingum? Ég held það!“

Svona hefst Facebook-færsla Engilberts Runólfssonar en hann hefur ákveðið svara fyrir sín mál í fyrsta skipti opinberlega. „ALDREI hef ég svarað einu eða neinu, sama hvað VIÐBJÓÐ fjölmiðlar hafa borið á borð um mig, ALDREI!“

Engilbert segir fjölmiðla vera algjörlega óhæfa til að fjalla um sín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir eru. Hann segist þess vegna ætla að deila á næstu vikum upplýsingum um stærstu viðskipti hans í gegnum tíðina. Engilbert hyggst birta þessar upplýsingar á vefsíðunni áhrifavaldur.is eða á Facebook-síðu sinni. Ef farið er inn á lénið ahrifavaldur.is kemur þó ekkert upp sem stendur. Auk þess kemur heldur ekkert upp ef lénið er stimplað inn með íslenskum bókstöfum.

Hann segir að á síðunni muni koma fram hverjir voru aðilar mála í hans viðskiptum, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust og hverjir ekki en einnig hvernig hlutina bar að. „Þarna koma fram mörg þekkt nöfn, bæjarstjórar, „útrásarvíkingar“, bankamenn og konur, leppar og skreppar og fleiri. Þetta gæti orðið spennandi!“ segir Engilbert í færslunni.

„Nokkur mál sem koma örugglega upp eru Glaðheimar „Gustmálið“ og Kópavogsbær,VBS/SS lögm/Straumur/Burðarás, Laugardælir við Selfoss og þáverandi no 1 á Selfossi, Frakkastígsreitur „Dauðahúsin“ , VBS og JB viðskiptin, Klæðning hf og fyrrverandi eigendur þar, INNOVA ehf reunverulegt skipurit og tilgangur, Landsbankinn gamli og „nýji“, Traðarreitir í Kópavogi, Hlíðarsmáralóðin fræga og samskipti manna þar, Vatnsendablettur 134 og Kópavogsbær. Örugglega eitthvað meira en þetta mun duga í bili.“

DV fjalllaði ítarlega um sögu Engilberts Runólfssonar en hann var nýverið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Fyrirtaka málsins fór fram í Héraðsdómi Vesturlands á miðvikudaginn. Engilbert er gert að sök að hafa brotið gegn skattalögum, bókhaldslögum og lagt stund á peningaþvætti.

Samkvæmt ákæru stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018, og nema meint svik tæpum 24 milljónum króna. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Engilbert hefur komist í kast við lögin en hann á langan og litríkan sakaferil að baki sem má rekja allt aftur til áttunda áratug síðustu aldar.

Sjá meira: Vafasöm fortíð grunaðs skattsvikara

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði