fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Stór kannabisræktun stöðvuð: Lögregla lagði hald á plöntur og peninga

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 10:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu á föstudag. Í skeyti frá lögreglu segir að um hafi verið að ræða kannabisgræðlinga í tjaldi og stórar plöntur sem fundust í þremur herbergjum.

„Samtals var um að ræða vel á þriðja hundrað kannabisplöntur auk poka með kannabisefnum í sem lögreglan fann við húsleitina. Að auki voru tugir þúsunda króna sem fundust haldlagðar ásamt plöntum og ræktunarbúnaði,“ segir í skeyti frá lögreglu. Þá segir að húsráðandi hafi verið handtekinn og játaði hann að eiga ræktunina og að hafa staðið einn að henni.

„Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Í gær

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Í gær

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“