Pistill sem Gunnar Bragi Sveinsson birti í Morgunblaðinu í dag hefur vakið talsverð viðbrögð. Þar fordæmir Gunnar Bragi fréttaflutning af Samherjamálinu, hann sé allur í æsifréttastíl og biður um að tillit sé tekið til barna starfsfólks Samherja.
Sjá einnig: Gunnar Bragi minnir á að Samherjamenn eiga börn
Fréttamaðurinn Helgi Seljan, sem var áberandi í afhjúpun Kveiks, bregst við þessu á Twitter. Hann sýnir tvö börn í Namibíu sem halda á mótmælendaskiltum. „Þið tókuð brauð úr muni mínum,“ segir á öðru meðan hinu stendur: „Er framtíð mín örugg?“
“Börn Samherjamanna….” https://t.co/VBuskiCWQ6
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) November 15, 2019