fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Blaðamaður Vísis húðskammar blaðamann Morgunblaðsins – „Samkvæmt Tekjublaðinu varstu með 866 þúsund á mánuði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2019 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mbl.is er að dæla út fréttum í miðri vinnustöðvun og grafa þannig undan kjarabaráttu samstarfsmanna sinna? Hafa blaðamennirnir sem skrifa fréttirnar ekki manndóm til að setja nafnið sitt við þær? Á dauða mínum átti ég von.“

Svo ritar Stefán Óli Jónsson, blaðamaður Vísis, og vísar þar í verkfallsbrot blaðamanna á Mbl.is. Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og K100, fyrir félagsdóm vegna meintra verkfallsbrota. Fréttastjórar Viðskiptamoggans og K100 eru þar nefndir.

Í stefnu BÍ eru þeir nefndir á nafn og hvaða fréttir þeir eiga að hafa skrifað. Á meðal blaðamanna eru Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, og Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri Viðskiptamoggans og fyrrverandi formanns VR. Er þess krafist í stefnunni að Árvakur verði dæmdur til að greiða sekt í ríkissjóð. Málið verður þingfest næstkomandi þriðjudag.

Sjá einnig: Þetta eru verkfallsbrjótarnir

Stefán Óli nefnir sérstaklega Stefán Einar á nafn og segir á Twitter síðu sinni: „Það er samt ógeðslega kúl að fyrrverandi formaður VR, verkalýðsforinginn og siðfræðingurinn hann nafni minn sem er með c.a. tvöföld laun venjulegs blaðamanns, sé sagður fremstur í flokki verkfallsbrjóta. Ljóðrænt.“

Stefán Einar stendur ekki á svörum og blæs á fullyrðingu Stefáns Óla um að hann sé með þau laun sem gefið er í skyn. „Það er vont ef fréttaflutningur þinn byggir á því sem sagt er en ekki skeytt um staðreyndir mála. Svo er það sérstakt rannsóknarefni ef ég er á tvöföldum launum blaðamanna. Ekki hef ég fengið að njóta þeirra ef satt reynist,“ segir Stefán Einar.

Þessu svarar Stefán Óli. „Þú verður að eiga það sem fram kemur í kæru BÍ við BÍ og Fréttablaðið (en ég starfa ekki þar). Samkvæmt Tekjublaðinu varstu með 866 þúsund á mánuði í fyrra, sem er nú ca. tvöföld launin mín og samstarfsmanna minna á gólfinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“