fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Norska ríkisútvarpið fjallar um mál Samherja – Fluttu fé í skattaskjól í gegnum norska bankann DNB

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 15:12

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkisútvarpið RNK fjallar um Samherjamálið á vef í sínum í dag. Þar segir að Samherji hafi mútað áhrifamönnum í Namibíu og notað norska bankann DNB til að flytja 70 milljónir dollara í skattaskjól á Marshall-eyjum.

Í fréttinni kemur fram að Samherji hafi ekki viljað tjá sig um málið í íslenskum fjölmiðlum en fyrirtækið hafi birt fréttatilkynningu þar sem öll ábyrgðin er sett á uppljóstrarann og fyrrverandi starfsmann fyrirtækisins í Namibíu, Jóhannes Stefánsson.

Í fréttinni kemur enn fremur fram að DNB hafi lokað á viðskipti við marga viðskiptavini en ekki fæst staðfest hvort það eigi við um Samherja. Fulltrúi hjá norska skattaeftirlitinu segir að DNB hafi ekki unnið nægilega vinnu gegn spillingu.

DNB er stærsta fjármjálafyrirtæki Noregs og er leiðandi banki í flutningum, orku og sjávarfangi. Bankinn stundar starfsemi víða um heim.

Sjá frétt NRK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“

„15 árum eftir áætluð verklok er enn rifist um staðsetningu Sundabrautar“