fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Hjálmar fordæmir stjórnendur Árvakurs – „Engan veginn starfi sínu vaxnir, því miður“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 13:54

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, er hugsi yfir þeirri vanvirðingu sem blaðamönnum mbl.is var sýnd í verkfallinu í gær er aðrir aðilar voru fengnir til að ganga í störf blaðamanna á vef sem leiddi til þess að nýtt efni birtist á mbl.is þá fjóra tíma sem verkfall blaðamanna stóð yfir.

Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu blaðamannafélagsins.

„Ég hef verið mjög hugsi yfir fyrsta verkfalli blaðamanna í bráðum 42 ár og hversu illa tókst til með framkvæmdina þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir á þeim ágæta vinnustað Morgunblaðinu.“

Hjálmar undanskilur RÚV ávirðingum sínum að sinni, þar sem meint verkfallsbrot þeirra megi að öllum líkindum rekja til ókunnugleika á reglum.

„Ég er sérstaklega hugsi yfir þeirri fyrirlitningu gagnvart aðgerðum undirmanna þeirra, sem byggja á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta farið í verkfall, sem skín í gegnum þær aðgerðir sem stjórnendur Árvakurs beittu sér fyrir til þess að brjóta niður löglega boðaða vinnustöðvun, og hversu óskiljanlegt það er að tefla samstarfsfólki gegn hvert öðru með þeim hætti sem gert var.“

Segir Hjálmar hátterni þetta sýna svart á hvítu að stjórnendur og eigendur Árvakurs séu starfi sínu engan vegin vaxnir.  Morgunblaðið og mbl.is séu þó frábærir miðlar og blaðamenn þar fagfólk.

„Yfirlýsing um 20 blaðamanna á mbl.is segir allt sem segja þarf um þessa ömurlegu uppákomu. Það er ekki skrýtið að venjulegu rétthugsandi fólki sé misboðið þegar gengið er í störf þess þegar það er í löglega boðaðri vinnustöðvun, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða“

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja það innræti sem liggur svona aðgerðum og framkomu í garð samstarfsmanna til grundvallar. Það er mér einfaldlega óskiljanlegt.“

Sérstaklega þykir Hjálmari framkoman óskiljanleg í ljósi þess að hann hafi ítrekað óskað eftir því að stjórnendur og eigendur Morgunblaðsins færu yfir framkvæmd verkfallsins með blaðamannafélaginu. „Engin svör frá Árvaki og Rúv. Hjá Fréttablaðinu og Sýn var framkvæmdin til fyrirmyndar“

Hjálmar veltir því fyrir sér hvort Sýn og Fréttablaðið geti yfir höfuð verið áfram í samfloti í samningaviðræðum með verkfallsbrjótum.

Blaða- og fréttamennn á vefmiðlum Árvakurs, RÚV, Sýn ot Torgi fara aftur í verkfall föstudaginn 15. nóvember auk ljósmyndara og tökumanna. Nær verkfallið til þeirra fyrirtækja sem hafa fengið Samtökum atvinnulífsins að fara fyrir kjaraviðræðum við Blaðamannafélagið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna