fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Sauð upp úr á Kalda bar – Afmyndaður eftir árásina – Bjarni segist stöðugt hugsa um atvikið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri, Bjarni Björnsson, hefur verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað á Kalda bar í Reykjavík síðastliðinn maímánuð. Bjarni sló glasi í höfuð og háls mannsins þar með alvarlegum afleiðingum.

Samkvæmt dómi hlaut maðurinn skurð og tætt sár með mörgum flipum vinstra megin á hálsi upp við og á eyra. Maðurinn var afmyndaður eftir árásina en sauma þurfti 30 spor. Ofan á það þá hlaut maðurinn „skerta heyrn, stífleika í baki, kláða og dofa í og útfrá vinstra eyrnasnepli, varanlegan áverka á andlitstaug, sem meðal annars olli minni hreyfigetu og krafti í andliti vinstra megin og augnþurrki vinstra megin,“ líkt og segir í dómi.

Bjarni játaði brot sitt skýlaus og sagðist þjakaður af samviskubiti. „Kvaðst  hann  stöðugt  hugsa  um  verknaðinn  og  afleiðingar  hans,  svo  og hvernig  hann  brást  við  umrætt  sinn  af  algeru  hugsunarleys,“ segir í dómi. Bjarni hefur auk þess ekki áður verið sætt refsingu.

Dómari benti þó á að árásin hafi verið lífhættuleg og líkt og fyrr segir hlaut maðurinn varanlegan skaða af henni. Bjarni var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu ríflega eina milljón króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“