fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Jón Þór biðst afsökunar – Skammarleg hegðun: „Gerið mér greiða, ekki öskra á okkur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Tómasson snjómokstursmaður segir sumt fólk í umferðinni sýna af sér skammarlega hegðun gagnvart stéttinni. Í geysivinsælli færslu sem birtist í hópnum Hvernig er færðin? á Facebook biðlar hann til fólks að muna að snjómokstursmenn eru ekki að trufla umferð að gamni sínu. Mannlíf fjallaði fyrst um pistilinn.

Jón Þór birti pistilinn í gær og hefur færslan fengið ríflega 17 hundruð læk og verið deilt tæplega 800 sinnum. Það er því ljóst margir eru sammála honum. „Hvað get ég annað sagt en „fyrirgefið mér“. Ég vil bara að þið vitið að ég veit að ykkur langar að komast heim eftir erfiðan dag í vinnunni, eftir erfiðan viðtalstíma hjá lækni, eftir jarðaför, eftir að haf keyrt maka í flug. Ykkur langar að komast á viðburð sem þið keyptuð miða á fyrir mánuðum síðan. Ykkur langar að komast í sunnudagsmat til mömmu, upp í bústaðinn, í jólaboðið, afmælið og fullt af öðrum stöðum. Stundum kemur það samt fyrir að þið komist ekki því það er búið að loka vegunum,“ segir Jón Þór.

Hann segir flesta Íslendinga tillitsama hvað þetta varðar en þó séu nokkur skemmd epli. „Sem betur fer sýna því flestir skilning, en oft fá þeir sem sinna vegunum bara skít og skömm og kallaðir nöfnum sem varla eru birtingarhæf. Þetta er ekki leikur hjá okkur, langt í frá. Við erum í vinnu, vinnu sem þarf að vinna, vinnu sem einhver annar munu vinna ef ég geri það ekki. Það eru um 200 manneskjur á íslandi sem vinna við snjómokstur á vegum,“ segir Jón Þór.

Hann bendir á að snjómokstursmenn vinni mikilvægt starf. „Við erum að vinna í öllum veðrum við allar mögulegu aðstæður, alla daga, sunnudaga, jól, áramót, páska. Alla daga frá 15. september til 15. maí (breytilegt eftir hvaða vegir það eru) Við leggjum allt á okkur svo þið komist í mat til mömmu, afmæli, vinnuna, bíó eða hvert sem þið eruð að fara. Þegar veðrið er virkilega vont, ekkert ferðaveður og ekkert vinnuveður erum við samt í vinnunni svo þið komist eins fljótt af stað og mögulegt er eftir að veðrið lagast. Við erum partur af því að þið, ættingjar og vinir komist undir læknishendur þegar veður er vont,“ segir Jón Þór.

Hann biðlar að lokum til almennings að muna að snjómokstursmenn séu menn: „Þó við séum á litlum hraða eða á miðjum vegi erum við ekki að reyna tefja ykkur. Við erum að reyna gera ferðalagið þitt eins öruggt og við getum. Gerið mér greiða. Ekki öskra á okkur, gefa okkur puttana eða negla niður beint fyrir framan snjómokstursbíl þó við höfum verið að tefja ykkur. Við erum að þessu fyrir ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“