fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Sólveig og alræmdur rappari sameinast gegn áhrifavöldum: „Einhverjar litlar pjöllur á nærbuxunum úti í náttúrunni að hala inn cash“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt Vísis um skrif Sólveigar Bergsdóttur, afrekskonu í fimleikum, hafa vakið mikla athygli í dag. Sólveig, sem er í landsliðinu í fimleikum, gangrýnir að hún eigi erfiðara með að fá vörustyrki en svokallaði áhrifavaldar. „Ég, landsliðskona í fimleikum og afreksíþróttakona, á erfiðara með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir?“ skrifaði Sólveig á Twitter.

Nú síðdegis vekur Sólveig athygli á því að rapparinn Kristmundur Axel Kristmundsson sé alfarið sammála henni, en hún skrifar „Þjóðin sameinast“. Auk þess að rappa er Kristmundur helst þekktur fyrir að hafa verið dæmdur nokkrum sinnum í fangelsi, nú síðast fyrr á þessu ári vegna líkamsárásar og tilraunar til ráns.

Hvað sem því líður þá er Kristmundur alveg sammála Sólveigu. „Pælið í því maður! Þessar litlu asnalegu stelpur sem allir eru að followa og fylgjast með útaf eitthverju sem ég skil ekki eru að fá fleiri vörustyrki og aðstoð við sinn „frama“ heldur en afreksíþróttafólk. Það er ruglað. Hverjum datt í hug að kalla þetta lið áhrifavalda,“ skrifar Kristmundur og heldur áfram: „Eitthverjar litlar pjöllur á nærbuxunum út í náttúrunni að hala inn cash. Samt hæfileikalausar, ljótar og heimskar.“

Svo virðist sem sífellt fleiri lýsi yfir vanþóknun sinni á þeim sem eru vinsælir á Instagram. Nýlega skrifuðu tveir íslenskir dansarar pistla þar sem þeir sögðu sig fullsadda af hinum svokölluðu áhrifavöldum. Óhætt er að segja margir hafi fyllst Þórðargleði þegar Ríkisskattstjóri tilkynnti að hann myndi rannsaka sérstaklega skattaframtöl áhrifavalda fyrir árið 2018. Í það minnsta mátti sjá það víða á öðrum samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi