Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir líkamsárás í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum. Konunni er gefið að sök að hafa veist að fimm ára dreng í starfi sínu sem þroskaþjálfi á leikskóla í Kópavogi.
Mbl.is greinir frá þessu en þar segir að konan sé ákærð fyrir að hafa, í október 2017, gripið um hendur drengsins og krosslagt þær harkalega. Nokkrum mánuðum síðar, eða í febrúar 2018, er hún sögð hafa slegið drenginn með flötum lófa í andlitið.
Foreldrar drengsins fara fram á 600 þúsund krónur vegna málsins.