fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Skot hljóp úr byssu í fótinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 14:15

Lögreglan á Suðurlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október slasaðist ferðamaður við Seljalandsfoss þegar klakastykki hrundi á hann úr berginu við fossinn. Maðurinn mun hafa farið inn fyrir lokun sem búið var að setja upp vegna hættu sem verður þegar ís safnast við fossinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu um verkefni Lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Töluvert var um slys í umdæminu í síðustu viku. Þar á meðal þetta: Ferðamaður slasaðist á baki þegar bílhurð sem hann opnaði fauk á hann og kastað honum til þannig að hann féll á grjót skammt frá.   Atvikið varð þann 3. nóvember á bílastæði við Dyrhólaey og var viðkomandi fluttur á slysadeild með sjúkrabíl þaðan.

Einn slasaðist við fall á göngu utandyra á Selfossi þann 1. nóvember og hlaut sá skurð á höfði.

Maður slasaðist þegar skot hljóp úr byssu hans og fór í fót hans. Töluverðir áverkar urðu af skotinu og var maðurinn fluttur í þyrlu á sjúkrahús.

Fjölmörg umferðaróhöpp urðu í liðinni viku í umdæminu. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana