fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Brotist inn í bíl við Bláa lónið: Ferðamaður tapaði verðmætum fyrir 150 þúsund

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr bifreið við Bláa lónið í gær. Í skeyti frá lögreglunni kemur fram að tilkynningin hafi borist frá erlendum ferðamanni sem sagði Samsung síma, tvö sett af airpods og peningum hafa verið stolið úr bifreiðinni meðan viðkomandi var í lóninu.

Sá sem fyrir þessu varð taldi verðmæti munanna nema um 150 þúsund krónum.

Þá segir lögreglan á Suðurnesjum að hún hafi stöðvað 128 bifreiðar í gærdag við gömlu steypustöðina í Njarðvík. Um var að ræða hefðbundið eftirlit. Voru ökumenn beðnir um að blása í áfengismæli og réttindi þeirra athuguð. Er skemmst frá því að segja að allir voru með sitt á hreinu, að einum undanskildum sem var ekki í öryggisbelti. Á síðustu dögum hafa tugir ökumanna verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu og fáeinir verið teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“