fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Aðalheiður fagnar edrúafmæli og fordæmir ríkisvaldið fyrir skattpíningu á alkóhólistum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Ámundadóttir, fyrrverandi starfsmaður þingflokks Pírata og núverandi blaðamaður á Fréttablaðinu, fagnar 17 ára edrú afmæli. Þetta kemur fram í opinni færslu á Facebook-síðu Aðalheiðar. Á þessum tímamótum fordæmir hún ríkisvaldið fyrir að skattpína alkóhólista og segir það engum árangri hafa skilað og skattpíningin sé ekki það sem hafi fengið hana til að hætta að drekka áfengi:

„Ég á sautján ára edrúafmæli í dag. Þvert á það sem stjórnmálamenn trúa var það ekki skattpíning sem fékk mig til að setja tappann í flöskuna 4. nóvember 2002.

Ég vil nota þessi tímamót í lífi mínu til að fordæma ríkisstjórnina og og þær sem á undan henni stýrðu landinu fyrir að fara alltaf þá ódýru leið í tekjuöflun að níðast á þeim sem veikast standa með skattahækkunum. Þeir alkóhólistar sem hafa ekki efni á áfengisgjaldinu drekka bara rauðspritt, eða handspritt og sleppa konjakinu. Mér finnst stjórnmálamenn hafa sloppið allt of vel með þessa gengdarlausu skattpíningu á fátækasta og verst setta fólk landsins, þá sem haldnir eru áfengissýki og annarri fíkn.“

Aðalheiður segist ekki hvetja aðra til að hætta að drekka enda stoði nöldur siðapostula lítt til að gera fólk fráhverft áfengi:

„Á þessum sautján árum hef ég ekki hvatt neinn til að hætta að drekka, enda held ég það hafi skaðleg áhrif á líf fólks að siðapostular séu stöðugt með nöldur. Skiptir þar engu hvort um er að ræða fólk sem kryddar tilveru sína með stöku drykk eða er á góðri leið með að drekka sig í hel. Það er mjög persónuleg ákvörðun að hlaupa maraþon, vera vegan, drekka eða drekka ekki. Það er nánast eins og að skipta um stjórnmálaskoðun. Hver og einn verður að ráða þessu sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana