fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

8 af hverjum 10 glímdu við skömm, kvíða og lélega sjálfsmynd

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2019 13:02

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðeins 7.8% þeirra kynferðisbrota sem komu inn á borð Stígamóta árið 2018 voru kærð til lögreglu. Okkar veruleiki á Stígamótum sýnir að aðeins lítill hluti kynferðisbrota er kærður til lögreglu.“

Þetta segir í færslu sem Stígamót birtu á Facebook-síðu sinni nú í hádeginu. Þó að lítill hluti er kærður til lögreglu segja Stígamót að það þýði ekki að kynferðisofbeldið hafi ekki átt sér stað eða hafi engin áhrif á þá sem því eru beittir.

„Af öllum þeim sem leituðu í fyrsta skipti til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis árið 2018 glímdu um 80% við skömm, kvíða og lélega sjálfsmynd í kjölfar ofbeldisins. Um 70% glímdu við endurupplifanir af kynferðisofbeldinu, ótta, erfileika með svefn eða tilfinningalegan doða í kjölfar kynferðisofbeldisins.“

Stígamót segja að þetta séu allt afleiðingar sem þekktar eru hjá fólki sem orðið hefur fyrir áföllum eins og hamförum, stórslysum og kynferðisofbeldi. Og þessar afleiðingar koma einmitt í kjölfar slíkra áfalla.

„Það er því rétt að ítreka að þó að kynferðisofbeldi sé ekki kært til lögreglu þá hefur ofbeldið samt sem áður áhrif á þann sem því er beittur.

Alla daga kemur fjöldi fólks á Stígamót til að vinna úr þessum ósanngjörnu afleiðingum kynferðisofbeldis en aðeins lítill hluti þeirra hafa kært ofbeldið til lögreglu og sumir jafnvel aldrei rætt ofbeldið við neinn.

Það er því mikilvægt að við tökum mark á frásögnum um kynferðisofbeldi og styðjum þá sem beittir eru kynferðisofbeldi í að vinna sig frá þessum ósanngjörnu afleiðingum óháð því hvort dómur hljótist vegna kynferðisofbeldisins eða það kært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana