Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók 32 ökumenn um helgina fyrir akstur undir áhrifum. Nítján þeirra voru teknar fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tólf fyrir ölvunarakstur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en flestir þessara ökumanna voru teknir aðfaranótt laugardags og sunnudags. Lögreglan hvetur fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það sest undir stýri undir áhrifum.
„Lögreglan minnir á að akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis er dauðans alvara.“