fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Orðaval Guðlaugs vekur reiði og ógleði hjá fólki á netinu: „Hann átti ekkert að vera að tala um kynlíf yfir höfuð“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 18:40

Guðlaugur Þór. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samlíking Guðlaugs Þórs hefur vakið mikla athygli í dag eftir að Alexandra Ýr háskólanemi sagði Guðlaug hafa sagt við sig: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?”

Ummælin hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og ekki batnaði það eftir að Guðlaugur frábað sér ásakanirnar. „Ráðherrann svaraði og kveðst hafa sagt “kynlíf” ekki “ríða” immitt. Það gerir þetta miklu betra. Fkn idiot!“ sagði María Lilja Þrastardóttir um málið en hún er þekkt fyrir baráttu og aktivisma í jafnréttismálum.

„Það er ekki kjarni málsins hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf. Merkingin er sú sama og umræða um annað er einungis til þess gerð að afvegaleiða hana,“ segir Alexandra í samtali við Fréttablaðið í kjölfarið af afsökunarbeiðni Guðlaugs. „Punkturinn er sá að hann átti ekkert að vera að tala um kynlíf yfir höfuð. Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi.“

Ragna Sigurðardóttir, læknanemi & varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, sagði þetta vera ömurlega framkomu gagnvart Alexöndru „og skiptir eiginlega ekki máli hvaða orð féllu nákvæmlega heldur samlíkingin sjálf og hvernig hún var notuð til að þagga niður í ungri konu sem var ósammála ráðherra.“ Hún var ekki eina Samfylkingarkonan sem gagnrýndi ummælin en Helga Björg, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, gerði það einnig. „Ég er svo orðlaus og reið að ég veit ekki hvar á að byrja, en þetta er akkúrat það sem við vorum að tala um í gær og við VERÐUM að breyta!“

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, gagnrýnir ummæli Guðlaugs harðlega og segir þetta vera sýndarmennskuna uppmálaða.

„Ráðherra smánar konur frekar en að rökræða við þær í eigin ráðuneyti. Er stuðningur við #HeForSheog #MeToo hreyfingarnar bara PR stunt hjá forystu flokksins. Við köllum eftir því að forysta Sjálfstæðisflokksins fordæmi þessi ummæli Guðlaugs Þórs. Það er óboðlegt að ráðherra hagi sér með þessum hætti.“

Fjöldi fólks hefur svarað tísti Alexöndru um málið en Ragnheiður nokkur segir að sér hafi orðið óglatt við það að lesa þetta. „Og ekki kenna sjálfri þér um að hafa ekki brugðist svona eða hinsegin við, fullkomlega eðlilegt að bara frjósa og vita ekkert hvað man á að segja (og jafnvel til þess gert??) Fyrir utan bara valdaójafnvægi og hvernig aðstæður voru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm