fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Linda Rós lenti í alvarlegu bílslysi: „Hún dó við hliðina á mér“ – Mikilvæg skilaboð

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Rós Leifsdóttir var á leiðinni í vinnuna þann 15. september síðastliðinn. Hún þurfti að keyra frá Hvanneyri til Borgarness þar sem hún vinnur á landnámssetrinu í Borgarnesi. Þegar hún var að keyra niður brekku sá hún rauðan jeppa rása um á veginum.

Ökumaður rauða jeppans var túristi. Svo virtist vera sem hann réði ekki við veðuraðstæðurnar en það var hvassviðri þennan dag. Hann hélt áfram að beygja til hægri og vinstri á veginum en Linda var að keyra á móti honum. Þegar þau mættust á veginum beygir rauði jeppinn inn á akgreinina sem Linda var að keyra á.

„Ég reyndi að bremsa en hann keyrði beint framan á mig og ég skaust lengst út í kantinn. Ég festi hægri löppina inni í bílnum því húddið fór alveg inn. Þegar ég rankaði við mér var ég öll úti í blóði. Ég fór bara strax að leita að símanum mínum til að hringja í neyðarlínuna.“

Bíll Lindu eftir slysið

Slysið var banaslys

Ökumaður rauða jeppans kom og bankaði á hurðina hjá Lindu eftir slysið. Hún teygði höndina og ætlaði að opna hurðina en þá heyrðist eitthvað óvenjulegt hljóð í hendinni. „Þá fattaði ég að hún var brotin,“ sagði Linda sem náði þó á endanum að opna bílinn. „Ég opnaði fyrir honum og hann öskraði bara á mig því hann var að reyna að koma mér úr bílnum. Hann hélt að bíllinn væri bara að fara að springa,“ sagði Linda en ökumaður rauða jeppans náði ekki að losa hana úr bílnum. Þá skellti hann hurðinni á eftir sér og hljóp í burtu.

Á endanum náðist að losa Lindu úr bílnum með því að saga í mælaborðið. Þá var brunað með hana upp á spítala en Linda tvíbrotnaði á vinstri úlnlið, tognaði í hægri ökla og braut lið í bakinu.

Linda segist vera heppinn að hún hafi ekki komið verr út úr þessu en slysið var banaslys. Í rauða jeppanum var par að keyra saman ásamt móður konunnar. Móðir konunnar hafði ekki spennt beltið eins og á að gera. Beltið fór því ekki yfir öxlina hennar heldur var það einungis yfir mjöðmunum.

„Hún fékk innvortis blæðingar og dó við hliðina á mér uppi á spítala.“

Innan í bíl Lindu eftir slysið

Mikilvæg skilaboð

Linda hefur hugsað um það sem hefði gerst ef hún hefði ekki verið vakandi í umferðinni þennan daginn. „Ef ég hefði beygt í hina áttina þá hefði ég bara dottið niður svaka hæð. Ég er rosaega heppin miðað við það sem gerðist,“ segir hún og vill brýna fyrir fólki, og þá sérstaklega ungu fóki, að fara varlega í umferðinni.

„Alltaf vera í belti, ekki keyra hraðar en hámarkshraðann og aðeins taka framúr við gott tækifæri. Það er einnig mjög mikilvægt að muna að þótt að þú sért viss um að þú sért góður ökumaður eru aðrir það ekki endilega lika.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm