fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Guðlaugur frábiður sér ásakanirnar: „Þessu var ekki beint að neinum í hópnum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 16:58

Guðlaugur Þór Þórðarsson - Skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég frá­bið mér þær á­sakanir sem settar hafa verið fram á sam­fé­lags­miðlum um orð­bragð og á­setning sem mér er gerður þar upp,“ sagði Guðlaugur í samtali við Fréttablaðið í dag.

Í samtalinu við Fréttablaðið staðfestir Guðlaugur að hann hafi notað samlíkinguna sem háskólaneminn Alexandra greindi frá á Twitter síðu sinni í dag. „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kyn­líf,“ eru ummælin sem um ræðir.

„En svo er þetta líka birtingarmynd einhvers miklu stærra, sagði Alexandra um ummæli Guðlaugs. „Konur eru fyrst og fremst metnar út frá því að þær séu konur, hversu ríðanlegar þær séu, hversu sætar þér séu og það er á þessum stað sem við erum komin svo ótrúleg stutt í feminískri baráttu. Þetta var ekki bara sagt til að slá mig útaf laginu heldur til að smána. Það þarf vart að taka fram að hann hefði aldrei svarað KK nemenda með þessum hætti. Hann stóð sem ráðherra í sínu eigin ráðuneyti fyrir framan hóp af háskólanemum og valdaójafnvægið er svo gígantískt og hann lék sér að því.“

Sjá meira: Háskólanemi sakar Guðlaug Þór um að hafa sagt þetta

„Þessu var ekki beint að neinum í hópnum“

„Í hópnum spunnust um­ræður um um­mæli mín í við­tali við blað stjórn­mála­fræði­nema um að það styrkti stjórn­mála­fræði­kennslu að kalla til sem gesti stjórn­mála­menn sem hefðu reynslu. Í spjalli við nemanda greip ég til sam­líkingar sem eftir á að hyggja var ekki við­eig­andi,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur segir að þrátt fyrir að samlíkingin hafi ekki verið viðeigandi þá hafi notkun hennar ekki verið með því markmiði að ögra eða særa.

„Hún var á þá leið að stjórn­mála­fræði og reynsla af störfum á vett­vangi stjórn­málanna væru á ein­hvern hátt sam­bæri­leg reynslu og bók­námi í kyn­fræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálf­kæringi – og alls ekki með slíku orða­vali sem lýst hefur verið á sam­fé­lags­miðlum. Bið ég hlutað­eig­andi vel­virðingar,“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm