fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hundruðum aðgerða var frestað á Landspítalanum á síðastliðnu ári: Mannekla og skortur á legurými

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

314 aðgerðum var frestað á Landspítalanum á síðustu 12 mánuðum vegna manneklu, skorts á legurými eða vegna bráðaaðgerða sem gengu fyrir. Meðalbiðtíminn eftir aðgerðum hefur orðið styttri en getur þó veriið allt að 10 mánuðir. RÚV greinir frá þessu.

Þrátt fyrir að meðaltími eftir öllum tegundum aðgerða sé búinn að styttast þá metur Landlæknir sem svo að biðin í flestum tilfellum sé of mikil og umfram viðmiðunarmörk um ásættanlega bið.

Lengsta biðin er eftir brjóstholsskurðlækningum en síðasta september var meðalbiðtíminn eftir svoleiðis aðgerð 10 mánuðir. Meðalbiðtíminn eftir bæklunarskurðlækningum var 9 mánuðir og um sex mánaða meðalbiðtími var eftir barnaskurðlækningum. Stysta biðin vár eftir heila- og taugaskurðlækningum en  þó var hún samt tveir og hálfur mánuður.

Þrátt fyrir að biðtíminn sé enn svona langur þá hefur hann þó styst. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum, sagði í samtali við RÚV að það væri fyrst og fremst starfsfólkinu að þakka sem og dugnaði í læknum og hjúkrunarfræðingum og öðrum.

„Sömuleiðis samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, við Sjúkrahúsið á Akureyri og líka Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Það er auðvitað alltaf markmiðið að enginn þurfi að bíða en það er eðlilegt að það séu alltaf einhverjir verkefnalistar sem fólk þarf að bíða eftir. Landlæknisembættið, okkar eftirlitsaðili, er með ákveðin viðmið og við stefnum mjög hart á að ná þeim markmiðum,“

Eins og áður segir var 314 aðgerðum frestað á síðast liðnu ári. Þar af voru 87 bæklunarskurðaðgerðir, 14 barnaskurðaðgerðir og 53 kvenskurðaðgerðir. RÚV vekur athygli á því að þrátt fyrir að biðtími sé að styttast þá fer frestunum á aðgerðum ekki fækkandi. Ólafur segir stöðuga vinnu vera í gangi við að bæta þetta ástand.

„Það er auðvitað mikið átak í gangi með að stytta meðalbiðtímann og það er auðvitað mikilvægt tæki til þess að draga úr frestunum á aðgerðum. Við erum sömuleiðis að skoða hvernig við getum keyrt betur saman bráðaþjónustuna og síðan þjónustuna sem flokkast undir valkvæða starfsemi. Það eru sem sagt biðlistaaðgerðirnar. Það er stöðug vinna í gangi við að bæta þetta,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm