fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Ólafur sakar heilbrigðisstjóra Suðurnesja um misbeitingu valds: „Ég upplifi þetta sem einelti og ekkert annað“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi gjörningur heilbrigðisfulltrúa kostaði mig hálfs mánaðar örorkubætur,“ segir Ólafur Harðarson öryrki sem búsettur er í húsbíl við Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Ólafur kveðst hafa upplifað misbeitingu valds af hálfu heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja eftir að jeppabifreið hans var fjarlægð af umræddri einkalóð, sem að sögn eigandans var að tilefnislausu og hluti af braski. Þegar hann reyndi að leysa út bílinn hjá Vöku var búið að fjarlægja hvarfakútinn og pústið undan bílnum.

Ólafur telur ólíklegt að um tilviljun sé að ræða í ljósi þess að bifreiðaverkstæði stendur við hliðina á einkalóðinni, þar sem að hans sögn er stöðugt reynt að koma fleiri bílum inn á svæði verkstæðisins.

„Heilbrigðiseftirlit Reykjanesbæjar Suðurnesja er að setja miða á bíla sem eru búnir að vera númerslausir fyrir utan lóðir. Bíllinn minn er í iðnaðarhverfi, á einkalóð, og í kringum hann eru hátt í þrjátíu eða fjörutíu bílar. Það eru heilu lengjurnar hérna af bílum og það er ekki hreyft við neinu nema hjá mér,“ segir Ólafur. „Bílaverkstæðið vantar svo mikið stæði og þeir hafa verið að nýta sér allar leiðir til að losna við bíla sem við félagi minn eigum. Þetta er yfirgengileg frekja. Það er allt fullt af bílum á svæðinu og þeir hirða flottasta bílinn, bílinn minn.“

Benedikt Heiðdal, eigandi lóðarinnar við Njarðarbraut, þar sem Ólafur er búsettur, tekur undir orð hans og upplifir þetta sem hreinræktað einelti. „Það sem var sorglegt við þetta er að bíllinn hans Ólafs og hundrað aðrir bílar voru fluttir upp í Mosfellsbæ. Þar er þeim hrúgað inn í gamla malarnámu við hliðina á ÍSTAK og þar er meiri umgengni á næturnar af hálfu erlendra verkamanna sem eru að skera hvarfakútana úr bílunum. Þar með var það gert við bílinn hans Ólafs,“ segir Benedikt.

Benedikt Heiðdal, vinur Ólafs. Ólafur sjálfur treysti sér ekki að koma fram á mynd.

„Ég upplifi þetta sem einelti og ekkert annað og yfirgang hjá húsfélaginu, verkstæðinu og heilbrigðisfulltrúa, sem er kallaður til eins og smalahundur. Það er einhver vinskapur þarna sem herjar á Ólaf. Svo er fullt af hræjum sem fá að vera þarna óáreitt. Ég hringdi í Vöku fyrir stuttu og þá voru bílarnir mínir aftur dottnir inn á lista yfir þá sem á að fjarlægja, en öll hræin fá að vera í friði. Það getur enginn gert þetta nema á undan sé genginn dómur með vörslusviptingu. Það getur engin ríkisstofnun farið inn á mína lóð og tekið minn bíl nema með slíkum dómi.“

Ekki bárust nein svör frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm