fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Gjaldkeri Sportkafarafélagsins verður kærður til lögreglu – Sagður hafa hreinsað reikninga félagsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. nóvember 2019 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sportkafarafélag Íslands sendir frá sér neyðarkall vegna þess að reikningar félagsins eru tómir. Birtist tilkynning um þetta á Facebook-síðu félagsins. Gjaldkeri félagsins er sakaður um að hafa hreinsað reikninga þess. Segist félagið munu kæra gjaldkerann til lögreglunnar og fylgja málinu eftir af fullri hörku.

Tilkynningin er annars svohljóðandi:

„Kæru meðlimir SKFÍ og þið hin sem fylgið okkur hér.
Við héldum í kvöld erfiðan neyðarfund með þeim félögum sem náðu að mæta eftir boðið okkar gegn um messenger út af virkilega leiðinlegu máli sem kom upp í félaginu.

Sú staða kom upp að gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið.
Við stöndum þar af leiðandi í skuld núna og voru ýmsar hugmyndir ræddar af félagsmönnum um hvernig best væri að standa að því að leysa úr þeim sem fyrst og án þess að stofna til annara kostnaðarsamra skulda á öðrum stöðum.

Eftir nokkrar umræður féllumst við flest á hugmyndina um að við myndum núna senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs (2020) en hafa þá engu síður á gjalddaga í febrúar og með því gefa þeim sem hafa bolmagn í það færi á að greiða félagsgjaldið fyrirfram. Þeir sem ekki kæra sig um það geta að sjálfsögðu haldið sig við hefðbundna dagsetningu og greitt í febrúar eftir áramót og munu þessir greiðsluseðlar að sjálfsögðu ekki bera neina vexti.
Auk þess ræddum við hugmyndina um að setja inn valgreiðslu upp á kr.5.000.- sem stendur þeim sem vilja styrkja félagið enn frekar til boða.
Við völdum þessa leið til að forðast það eftir fremsta megni að stofna til annara skulda s.s. lántöku eða slíkt og vonumst til að geta afgreitt brýnustu málin með þessu.

Varðandi framhaldið þá leggjum við auðvitað fram kæru til lögreglu á hendur gjaldkeranum og fylgjum því eftir af fullri hörku.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm