fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Deilt á Landsbjörgu – Segir spilafíkla fjármagna starfsemina að hluta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. nóvember 2019 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn. Þessir einstaklingar eiga fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyrir í þeim. Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins,“ skrifar Alma Hafsteinsdóttir í viðhorfsgrein á Vísi.

Alma er fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi og bendir hún á þá staðreynd að Slysavarnarfélagið Landsbjörg á 26,5% í félaginu Íslandsspil sem annast rekstur spilakassa á landinu og að hlutur Landsbjargar í veltunni sé 3,2 milljónir daglega.

Alma skrifar:

„Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“

Hún segir að það sé undarleg tilfinning að góðgerðarsamtök á borð við Rauða Kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og SÁÁ skuli njóta góðs af spilafíkn og þeim mannlegu harmleikjum sem hún veldur. Hún segir:

„Ég vildi svo innilega óska þess að ég væri að kljást við einhvern grimman, vondan og siðlausan andstæðing, því ég veit að Slysavarnafélagið hefur komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir minn hóp sem er spilafíklar, því miður. Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru