Gyða Dröfn Grétarsdóttir hefur verið dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot, samtals 25 talsins, sem öll voru framin síðustu tvö ár. Gyða ætti að vera mörg vel kunn eftir viðtal Jóns Ársæls við hana í þættinum Paradísarheimt. Hún stefndi síðar honum og RÚV en dómur féll í því máli í dag.
Jóni Ársæli og RÚV er gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna, en megnið af því verður greitt beint úr ríkissjóði. Hún hafði fallist á að fara í viðtalið með því skilyrði að hún fengi að sjá það. RÚV og Jón urðu ekki við því.
Þess má geta að Gyða var sjálf dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Líkt og fyrr segir þá eru brot hennar fjölmörg, öll tengd neyslu og flest varða þjófnað eða fíkniefnaakstur. Sem dæmi um slík brot má nefna þjófnað í verslun Hagkaupa í Skeifunni á aðfangadag, en þá stal hún vöru að verðmæti tæplega 80 þúsund krónur.
Sjá einnig: Gyða grátbað Jón Ársæl: „Enginn sáttavilji var fyrir hendi“
Óhætt er að segja að alvarlegustu brot hennar séu tvær líkamsárásir. Önnur þeirra átti sér stað í Hafnarfirði fyrir tveimur árum en þá réðst hún á þáverandi vinkonu sína. Samkvæmt dómi ku hún hafa sparkað í síðu hennar og slegið hana nokkrum höggum í andlit vegna deilna um lán á bíl. Í hinu tilvikinu réðst hún á ónefnda konu í stigagangi. sparkaði í hana, sló í andlit, brjóst, handleggi og fótleggi.
Til marks um fíkniefnaneyslu hennar þá getið um í dómnum gíflurlegt magn dóps sem gert var upptækt: „1,77 g af kókaíni, 20 töflum af MDMA, 1,8 g af MDMA, 0,64 g af hassi, 3,52 g af maríjúana, 28 töflum merktum NVR R-40, 4 töflum merktum Roche 2, 6 óskilgreindum hvítum töflum, 3 ómerktum gráum töflum, 7 óskilgreindum læknistöflum, 1 töflu merktri Norspan 5 mg, 7,95 g af óþekktu hvítu efni, 0,9 g af óþekktu hvítu dufti, 5 ml af óþekktum vökva, tveimur sprautum, 8 töflum af Contalgin og 3 töflum af Suboxone,“ segir dómi.
Dómari taldi ljóst að Gyða Dröfn eigi við langvinnan og alvarlegan vímuefnavanda að stríða. „Brot hennar virðast tengjast þeim vanda og verður ráðið að hún sé í brýnni þörf fyrir vímuefnameðferð. Ákærða er einstæðingur, án skráðs lögheimilis, framhaldsmenntunar og atvinnu. Af skýrslu hennar fyrir dómi verður ráðið að hún hafi að mestu leyti séð um sig sjálf frá því að hún var 15 ára. Fram að þeim tíma hafi hún verið í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda vegna vímuefnavanda innan fjölskyldu,“ segir í dómi. Því taldi hann eina ráð sitt að senda hana í fangelsi næstu 18 mánuði, að frátöldum þeim tíma sem hún var í gæsluvarðhaldi.
Dóminn í heild sinni má lesa hér.