fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Sigurður Steinar er látinn – „Magnaður karakter, með allt sitt á hreinu”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. október 2019 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Steinar Ketilsson skipherra er látinn en hann lést á Landspítalanum þann 27. október. Kemur það fram í tilkynningu frá ættingjum hans í Morgunblaðinu og verður útförin auglýst síðar.

Sigurður var fæddur þann 3. mars árið 1948. Hann átti farsælan feril hjá Landhelgisgæslunni í 50 ár og var lengi skipsherra á varðskipinu Óðni. Þann 13. apríl árið 2018 fór Sigurður, þá nýorðinn sjötugur, í sínu síðustu ferð með varðskipinu og var það heiðurssigling. Hafnsögubáturinn Magni sprautaði yfir varðskipið af þessu tilefni eins og mbl.is greindi frá.

Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands í júní 2018 fyrir hinn langa og farsæla feril sinn hjá Landhelgisgæslunni.

Almannatengillinn Einar Bárðarson minnist Sigurðar í færslu á Facebook og ritar:

„Um tíma var Sigurður Steinar, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, nágranni minn. Magnaður karakter, alltaf með sitt á hreinu í orðsins fyllstu merkingu. Bílarnir og planið þrifið oft í viku þegar karlinn var í landi og maður kom aldrei að tómum kofanum í umræðunni um málefnum líðandi stundar. Ég votta aðstandendum Sigurðar innilega samúð mína við fráfall hans það er sjónarsviptir að mönnum eins og honum.”

DV sendir aðstandendum Sigurðar Steinars Ketilssonar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Fréttir
Í gær

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“
Fréttir
Í gær

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis
Fréttir
Í gær

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“