fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Neytendastofa segir FEEL ICELAND beita villandi markaðssetningu: Varan er framleidd erlendis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. október 2019 11:45

Varan sem um ræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa segir í nýjum úrskurði að fyrirtækið FEEL ICELAND sé með villandi staðhæfingar í markaðssetningu á kollagen vörum. Vörurnar eru kynntar sem alíslensk framleiðsla þó að þær séu að mestu leyti framleiddar erlendis. Í frétt Neytendastofu um málið segir:

„Neytendastofu barst erindi vegna rangra og villandi staðhæfinga í markaðssetningu á kollagen vörum FEEL ICELAND sem væru kynntar sem íslensk framleiðsla. Benti kvartandi á að þótt fiskroðið sem kollagenið væri unnið úr væri íslenskt þá færi aðvinnsla fiskroðsins fram erlendis og vara teljist ekki íslensk ef hún sé að meginstefnu til framleidd erlendis. Umbúðir FEEL ICELAND séu hins vegar allar merktar „Product of Iceland“ .

Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að upprunavottorð sýni fram á að fiskroðið sem kollagenið er unnið úr, sé íslenskt, er merkingum FEEL ICELAND á vörunni Amino Marine Collagen Powder ábótavant. Óumdeilt væri að hluti vinnslunnar fari fram hjá erlendum framleiðanda og þar með framleiðsla innihaldsefnisins kollagens. Skortur á upplýsingum um að hluti framleiðslunnar fari fram í Kína geri merkingar á vörunni villandi þar sem gefið er ranglega til kynna að um alíslenska framleiðslu og vöru sé að ræða. Fyrirtækinu var því bannað að nota merkingarnar án þess að framleiðsluland kollagensins kæmi skýrt fram.”

Í úrskurði Neytendastofu í málinu er FEEL ICELAND bannað að nota þessar merkingar á vörunni, sem vísa til þess að varan sé íslensk framleiðsla. Ef ekki verður orðið við banninu má búast við sektum. Að svo stöddu máli er FEEL ICELAND ekki sektað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm