fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Inga Sæland: Nú er nóg komið! – „Foreldrar margir skelfingu lostnir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. október 2019 15:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður virkilega illa að vera einn af þjóðkjörnum fulltrúum og þurfa að horfa upp á þessa vá án þess að geta virkilega barið í borðið og tekið á málunum eins og skot,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Í grein í Morgunblaðinu í dag kallar Inga eftir þjóðarátaki í baráttunni gegn fíkniefnafaraldrinum.

„Tíunda hvern dag fellur Íslendingur fyrir eigin hendi, oft má tengja það fíkn. Tíunda hvern dag deyr Íslendingur af völdum lyfjaeitrunar af ýmsum toga. Flest þó af völdum hinna svo kölluðu ópíóða. Einstaklingarnir blanda saman alls konar efnum sem að lokum leiða þá til dauða. Nýjustu upplýsingar frá landlæknisembættinu undirstrika alvöru málsins,“ segir Inga.

40 dauðsföll til rannsóknar

Hún bendir á að í ágúst hafi embættið verið með til rannsóknar tæplega 40 dauðsföll vegna mögulegrar lyfjaeitrunar. Tíu þessara einstaklinga voru á aldrinum 20 til 30 ára. Hún segir að stöðugar fregnir af fólki sem er tekið með risasendingar af stórhættulegum eiturlyfjum ættu að skelfa fleiri en hana.

„Það sem af er árinu hafa tugir kílóa af amfetamíni og kókaíni verið gerð upptæk, auk mikils af ólöglegum lyfseðilsskyldum ópíóðum. Foreldrar margir eru skelfingu lostnir og vita ekki hvernig þeir eiga að vernda börnin sín. Ástvinir þeirra sem hafa ánetjast þessum efnum, lifa hvern dag í stöðugri sektarkennd og angist. Foreldrar þeirra sem fallnir eru fyrir fíknsjúkdómnum spyrja stöðugt: Er þetta mér að kenna, hvað gerði ég rangt?“

Hversu lengi á fólkið að bíða?

Inga er fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis og kveðst hún ekki átta sig á því hvers vegna ríkisstjórnin vill skera niður fjármagn til lögreglunnar um tæpan hálfan milljarð í fjárlögum fyrir 2020. „Hér er verið að höggva þar sem hlífa skyldi,“ segir hún. Inga kallar svo eftir viðbrögðum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

„Þessa dagana verður mér oft hugsað til ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þau bera ábyrgð á ástandinu. Þróun fíkniefnafaraldursins er öll á þeirra vakt. Hvar eru forvarnirnar, hæstvirtur heilbrigðisráðherra? Hvar er löggæslan, hæstvirtur dómsmálaráðherra? Hvar er félagslegi stuðningurinn, hæstvirtur félags- og barnamálaráðherra? Hvernig forgangsraðar þú fjármunum í þágu þjóðar þinnar, hæstvirtur fjármálaráðherra? Hversu lengi á fólkið að bíða eftir því að ríkisstjórnin skeri upp herör gegn fíkniefnafaraldrinum, hæstvirtur forsætisráðherra? Hvar eru menntunartækifæri unga fólksins okkar þegar þau koma út í samfélagið eftir að hafa leitað sér hjálpar vegna fíknar, hæstvirtur menntamálaráðherra?“

Inga segir að henni líður virkilega illa að vera einn af þjóðkjörnum fulltrúum og þurfa að horfa upp á þessa vá án þess að geta barið í borðið og tekið á málunum strax. Hún segir að ekki sé eftir neinu að bíða.

„Ég lýsi eftir þjóðarátaki í baráttunni gegn fíkniefnafaraldrinum. Þar þarf samræmt átak margra ráðuneyta, ríkisstjórnar, alþingis, sveitarstjórna og allrar þjóðarinnar. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að viðurkenna staðreyndir, tölurnar ljúga ekki. Við vitum um dauðsföllin, við vitum um flóð fíkniefna til landsins. Við vitum að sem sameinuð þjóð þá getum við brotið þessa óheillaþróun á bak aftur. Vakning og vilji er það sem þarf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm