Gylfi Þór Sigurðsson spilaði ekkert í kvöld er lið Everton og Watford mættust í enska deildarbikarnum.
Gylfi hefur ekki verið fastamaður í liðinu undanfarið og sat allan tímann á bekknum er Everton vann 2-0 heimasigur.
Það voru þeir Mason Holgate og Richarlison sem tryggðu Everton sigurinn.
Manchester City er einnig komið í 8-liða úrslitin eftir heimasigur á Southampton þar sem Sergio Aguero gerði tvennu.
Leicester City vann þá 3-1 útisigur á Burton og er þriðja úrvlasdeildarliðið til að komast áfram.
Colchester og Oxford verða einnig í pottinum þegar dregið verður á morgun.
Everton 2-0 Watford
1-0 Mason Holgate
2-0 Richarlison
Manchester City 3-1 Southampton
1-0 Nicolas Otamendi
2-0 Sergio Aguero
3-0 Sergio Aguero
3-1 Jack Stephens
Burton 1-3 Leicester
0-1 Kelechi Iheanacho
0-2 Youri Tielemans
1-2 Liam Boyce
1-3 James Maddison
Oxford 1-1 Sunderland
1-0 R. Hall
1-1 M. McNulty
Crawley 1-3 Colchester
1-0 D. Bulman
1-1 L. Norris
1-2 Sjálfsmark
1-3 L. Gambin