fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Vilhelm Neto gekk út úr verslun – Sá ógeðfelldan límmiða við afgreiðsluborðið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Vilhelm Neto gekk beint út úr verslun eftir að hafa séð ansi ógeðfelldan límmiða á afgreiðsluborðinu.

Á límmiðanum stóð I LIKE YOU I WILL RAPE YOU LAST eða Mér líkar við þig, ég mun nauðga þér síðast. Vilhelm deildi færslu vegna þessa á Twitter síðu sinni en þar segir hann starfsmenn verslunarinnar hafa varið límmiðann í stað þess að taka hann niður.

„Svarið þeirra var bara “Sorry ef þetta pirrar þig gæskan, ekki okkur að kenna, við gerðum ekki limmiðann“:)“

Fylgjendur Vilhelms lofuðu hann fyrir að versla ekki við fyrirtæki sem sendir svona skilaboð. Vilhelm er búsettur í Kaupmannahöfn um þessar mundir en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar myndin er tekin.

„Takk fyrir að taka slaginn. Þetta er viðbjóðslegur límmiði“

„Þetta er svo sjúkt ! Takk fyrir að beita þér fyrir breytingu“

„Vel gert en það hræðir pínu er að þú sért fyrsti einstaklingurinn til að kvarta það hressilega að þetta sé tekið niður.“

„Oooooooj! Á þetta að vera fyndið?“

Svo virðist sem afstaða Vilhelms hafi skilað árangri þar sem verslunin sendi síðan skilaboð á hann á Facebook þess efnis að búið væri að taka límmiðann niður. Í svari verslunarinnar til Vilhelms var honum þakkað fyrir að taka eftir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi