fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Fréttir

Ók upp á hringtorg við Bauhaus með þrjú hjól undir bílnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2019 08:32

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi, við Bauhaus, rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þar hafði bifreið verið ekið upp á hringtorg, en sem betur fer urðu engin slys á fólki.

Í dagbók lögreglu kemur fram að ökumaðurinn sé grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Á vettvangi kom í ljós að annan hjólbarða bifreiðarinnar að framan vantaði og hafði ökumaðurinn ekið á felgunni frá Ártúnsbrekku þar sem tilkynnt var um hjólbarða á akbraut.

Lögreglu var tilkynnt um slagsmál í heimahúsi í vesturbænum rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Einn var fluttur á slysadeild með sár á enni en sá sem veitti viðkomandi áverkann var fluttur á lögreglustöð. Honum var sleppt lausum að loknum viðræðum. Þá var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gærkvöldi. Búið var að spenna upp glugga, fara inn og stela verðmætum.

Þá var tilkynnt um árekstur á Úlfarfellsvegi klukkan 20:30 í gærkvöldi. Ekki urðu slys á fólki en annar ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og ofbeldi gegn lögreglu. Ökumaðurinn var vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Þessu til viðbótar voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð, ýmist vegna gruns um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum lyfja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hljóðupptökur afhjúpa Rússa – Hvetja hermenn til að drepa Úkraínumenn sem gefast upp

Hljóðupptökur afhjúpa Rússa – Hvetja hermenn til að drepa Úkraínumenn sem gefast upp
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp

Rekstur kísilversins á Bakka stöðvaður tímabundið – 80 sagt upp