Ofurölvi maður var handtekinn við Laugardalshöll kl. 22 í gærkvöld. Lögregla var ítrekað búin að hafa afskipti af manninum þar sem hann var að reyna að ryðjast inn á tónleika Scooter í höllinni. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mikill erill var hjá lögreglu og voru 99 mál skráð í dagbók lögreglu á tímabilinu 17:00 – 05:00 og 5 aðilar vistaðir í fangageymslu lögreglu.
Um tvöleytið í nótt var maður handtekinn við veitingahús í miðborginni. Maðurinn er grunaðu um líkamsárás, að hafa skallað dyravörð. Hann var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.
Á þriðja tímanum í nótt voru afskipti höfð af 16 ára ölvuðum dreng á vespu. Drengurinn hafði ekki öðlast ökuréttindi, hafði ekki hjálm og hjólið ótryggt. Afgreitt með aðkomu móður. Málið verður tilkynnt til Barnaverndar.