Jón Guðmann Þórisson, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóra VBS fjárfestingabanka, var nýverið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Davíðs Stefánssonar. Föðurbróðir Jóns var Rúnar Guðmannsson, sem lést árið 2009. Sá eignaðist son sem heitir Jón Árni Rúnarsson og eru því Jón Árni og Jón Guðmann systkinabörn. Eitt af börnum Jóns Árna er Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir en hún er eiginkona tónlistarmannsins geðþekka, Jóns Jónssonar.