Íbúð í fjölbýlishúsi að Framnesvegi í Reykjanesbæ varð alelda í nótt. Sex íbúðir eru í húsinu og voru þær allar rýmdar. Vísir.is greinir frá þessu.
Slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn laust fyrir klukkan fimm í nótt. Slökkvistarfi er lokið og lögregla rannsakar nú eldsupptök.