Um klukkan háltvö í nótt var tilkynnt um útafakstur og slys í Heiðmörk. Fjórir farþegar á aldrinum 16-21 árs voru fluttir á bráðadeild til aðhlynninar en ekki er vitað um meiðsli þeirra.
Foreldrumvar kynnt málið og mættu þeir á bráðadeild. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.