Um kvöldmatarleytið í gærkvöld var lögreglu kölluð til verslunar í Breiðholti vegna manns sem grunaður er um hnupl og líkamsárás.
Maðurinn er grunaður um að hafa stolið kexpakka. Er starfsmaður hafði af honum afskipti kom til átaka og sló maðurinn starfsmanninn í andlitið og hrækti ítrekað í andlit hans. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem tekinn var skýrsla af honum og var hann síðan laus.