fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Séra Þórir sendi bréf sem ekki má opna fyrr en að honum látnum – Braut gegn barni er hann var ungur maður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. október 2019 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi þjóðkirkjuprestur, hefur sent kirkjuráði Þjóðkirkjunnar bréf sem ekki má opna fyrr en að honum látnum. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að ósk Þóris verði virt. Þórir vill ekkert tjá sig um innihald bréfsins.

DV fjallað um mál Þóris árið 2018 og þar segir meðal annars:

„Árið 2015 var barnaníðingsmál innan Þjóðkirkjunnar gert upp á sáttafundi á Biskupsstofu þar sem þolandi og gerandi mættust. Gerandinn, séra Þórir Stephensen fyrrverandi Dómkirkjuprestur, gekkst við brotum sínum á fundinum en hefur síðan fengið að koma fram í kirkjulegum athöfnum, predikað og tekið í hendur á mektarmönnum, íslenskum og erlendum.  Þrír biskupar hafa vitað um málið og kirkjan er í mikilli vörn vegna þeirra mistaka sem gerð hafa verið. DV fjallar nú um syndir kirkjunnar. Þetta mál og önnur sýna vel hvernig kirkjan hefur síendurtekið brugðist skyldu sinni gagnvart skjólstæðingum, sópað undir teppið, falið og neitað að horfast í augu vandamál sem upp koma. Þess í stað er gerendum hampað eins og mál Þóris Stephensen, sýnir glöggt. Alvarleg kynferðisbrot Þóris eru ekki aðalatriðið í umfjöllun DV þótt ekki verði hjá því komist að fjalla um þau brot sem hann viðurkenndi á umdeildum sáttafundi.

Þórir var nemi við guðfræðideild Háskóla Íslands þegar hann kom eins og úlfur í sauðargæru inn á heimili forstjóra eins í vesturbæ Reykjavíkur. Hann var reyndar fæddur og uppalinn í Reykjavík en fékk herbergi til að gista í eftir að stúdentsprófi lauk árið 1951 og stunda þar nám sitt. Unnur Guðjónsdóttir, ættingi þolanda, segir:

„Íbúð foreldra Þóris var svo lítil að umræddur forstjóri bauð honum herbergi í sinni íbúð í sömu götu, sem hann þáði. Hann var þá að byrja í guðfræðideildinni í Háskólanum.“

Annað herbergi á háalofti heimilisins var svefnherbergi tveggja dætra forstjórans, sem þá voru tíu og níu ára gamlar. Herbergið var ílangt og rúm þeirrar eldri var nær hurðinni en hinnar yngri við vegginn fjær. Þolandi hefur ekki treyst sér til að tjá sig við DV, en fólk náið honum hefur gert það. Maður náinn konunni segir:

„Hún sagði mér hvað gerðist á þessum tíma. Faðir hennar leyfði Þóri að búa hjá sér uppi á háalofti þar sem þær sváfu systurnar. Hann flutti upp á loft og var í herbergi sem var á sama gangi og herbergi systranna. Síðan fór hann að fara inn til hennar og taka hana, misnota hana. Hún var tíu ára og hann hefur verið tvítugur eða þar um kring. Hann virðist hafa gert þetta þegar systir hennar, sem er ári yngri, var sofnuð. Hún lýsti því þannig.“

Málið var aldrei rannsakað og ekki er nákvæmlega vitað hversu oft Þórir braut á stúlkunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti