fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Mogginn tekur Sigríði Björk fyrir – Erfið mál á ferli hennar rifjuð upp – Sigríður segir að allt leiki í lyndi í lögreglunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. október 2019 09:59

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er í brennidepli í ítarlegri fréttaskýringu um lögregluna í Morgunblaðinu í dag. Þar eru rakin erfið mál sem hafa orðið fréttaefni á ferli Sigríðar sem tók við embættinu árið 2014.

Í inngangi greinarinnar segir að deilur innan lögreglunnar hafi komið upp á yfirborðið í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Harald Jóhannessen ríkislögreglustjóra í september. Eftir viðtalið lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á hendur Haraldi. Í viðtalinu lýsti Haraldur þeirri skoðun sinni að tímabært væri að sameina lögregluembætti á landinu en þau væru allt of mörg og yfirbygging of mikil. Hann ýjaði einnig að spillingu innan lögreglunnar en sagði síðar að þau ummæli sín hafi verið oftúlkuð.

Eins og fyrr segir tekur Morgunblaðið fyrir feril Sigríðar Bjarkar í embætti lögreglustjóra síðustu fimm ár. Áður en upprifjunin hefst segir í grein Moggans:

„Mest hefur borið á ágreiningi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en þar hafa mörg erfið mál komið upp eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir varð lögreglustjóri í júlí 2014. Varða sum þeirra stjórnarhætti hennar, sem hafa verið umdeildir.“

Í umfjölluninni eru meðal annars rifjuð upp skýrsla sem vinnusálfræðingur skrifaði síðla árs 2015 um ástandið innan lögreglunnar í Reykjavík eftir viðtöl við fjölda lögreglumanna. Rannsókn á einu málinu lauk með þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði ekki komið vel fram við tiltekinn lögreglumann.

Í febrúar árið 2016 svaraði Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, fyrirspurn um samskiptavanda innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Svar hennar var eftirfarandi:

„Síðastliðið ár bárust ráðuneytinu ábendingar um að það væri samskiptavandi innan embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ráðuneytið fundaði með lögreglustjóranum vegna þessa og var ákveðið sl. vor, í samráði við lögreglustjórann, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort slíkur vandi væri fyrir hendi og þá hver rót hans væri og hvernig ráða mætti bót á honum. Ráðgjafinn skilaði skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Niðurstöður hans voru að eftir viðtöl við stjórnendur við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið fram skýrar vísbendingar um vanda sem snerti samskipti og samstarf. Væri hann þess eðlis að hann yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar … Óskaði ráðuneytið eftir því við lögreglustjórann að hann fylgdi eftir þessum niðurstöðum og ráðleggingum. Lögreglustjórinn hefur, í samráði við yfirstjórn embættisins, ráðið sérfræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins.“

Ásakanir um einelti

Morgunblaðið rifjar síðan upp fréttir frá hausinu 2016 þar sem þrír lögreglumenn sökuðu Sigríði Björk um einelti. Enn fremur segir: „Um líkt leyti sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Útvarp Sögu vandséð að Sigríður Björk gæti gegnt áfram embætti.“

Þá er vakin athygli á umdeilanlegum mannaráðningum yfirmanna án auglýsinga og bent á tilmæli GRECOm ríkjahóps Evrópuráðsins gegn spillingu, um að lögreglan fylgi eftir gagnsæju og formlegu hæfnismati við val í stjórnunarstöður.

Meðal margra mála sem Morgunblaðið rifjar upp í umfjöllun sinn er að haustið 2018 dæmdi Hæstiréttur að ríkinu bæri að greiða tveimur lögreglumönnum bætur vegna breytinga á störfum þeirra. Báðir störfuðu á höfuðborgarsvæðinu undir stjórn Sigríðar Bjarkar. Um flutning annars lögreglumannsins sagði í dómsorði að ákvörðunin hefði vegið að starfsheiðri hans og æru.

Morgunblaðið skoðar einnig embættisfærslur Sigríðar Bjarkar er hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Til dæmis varð ákvörðun lögreglunnar á Suðurnesjum um að segja upp lögreglumanni sem glímdi við heilsubrest dæmd ólögmæt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurnesjum tapaði fleiri málum fyrir dómi í embættistíð Sigríðar og Hæstiréttur átaldi embættið fyrir óhóflegan drátt á rannsókn fjársvikamáls.

Segir starfsandann aldrei hafa verið betri

Í greininni hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Björk að starfsandi hjá lögreglunni í Reykjavík hafi aldrei verið betri en núna. Hins vegar sé mikil óánægja með laun og álag í starfi sé mikið. Sigríður bendir á að stofnunin skori hátt í könnunum varðandi starfsanda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Í gær

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“