fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Mjög alvarlega slösuð eftir brunann í Mávahlíð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2019 12:08

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlar og ein kona, sem öll er á þrítugsaldri, slösuðust í brunanum í kjallaraíbúð í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tvö þeirra séu mjög alvarlega slösuð.

Talið er að eldurinn hafi kviknaði í potti á eldavélarhellu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins.

Tilkynning um málið barst klukkan 01:31 aðfaranótt miðvikudags. Efri hæðir hússins voru rýmdar meðan slökkvistarf stóð yfir en íbúar fengu að fara í íbúðir sínar þegar slökkvistarfi lauk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt