Tveir karlar og ein kona, sem öll er á þrítugsaldri, slösuðust í brunanum í kjallaraíbúð í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tvö þeirra séu mjög alvarlega slösuð.
Talið er að eldurinn hafi kviknaði í potti á eldavélarhellu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins.
Tilkynning um málið barst klukkan 01:31 aðfaranótt miðvikudags. Efri hæðir hússins voru rýmdar meðan slökkvistarf stóð yfir en íbúar fengu að fara í íbúðir sínar þegar slökkvistarfi lauk.