fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Hrafn segir Íslendingum til syndanna: „Allir Íslendingar þjást af þessu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Gunnlaugsson bindir ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir en nýverið gagnrýndi hann Íslendinga harðlega í Sænska tímaritinu Fókus. Stundin þýðir það viðtal.

Hrafn segir Íslendinga alla eiga einn löst sameiginlegan. „Allir Íslendingar þjást af þessu sama, þeir halda að þeir séu svo hæfileikaríkir. Þetta er fötlun okkar sem þjóðar. Þegar þú býrð í einangrun á hjara veraldar og horfir öllum stundum í spegil þá byrjar þú á endanum að dást að sjálfum þér, svona eins og Narkissos.. […] Að við erum ekki heimsmeistarar í fótbolta, við skiljum það ekki,“ segir Hrafn.

Hann lætur Íslendinga heyra það í viðtalinu, meðal annars fyrir heimóttarskap og hégómleika. Hrafn segir Íslendinga alveg eins og á árunum fyrir hrun 2008. „Þeir eru alveg jafn barnalegir í dag og þá. Þetta hefur ekki breyst mikið. Ég held að við sem komum frá eyjum og höfum ekki landfræðileg tengsl við önnur lönd getum aldrei lært að lifa á annan hátt en þann sem við lærum í æsku. Þess vegna eru Íslendingar svo barnalegir, ekki endilega á neikvæðan hátt, og þeir verða svo stóreygir þegar þeir sjá eitthvað nýtt. „Vá, hvað þú átt fínan bíl.“ En þetta hefur líka sinna sjarma,“ segir Hrafn.

Hann segir svo Íslendinga helst minna sig á Pólverja sem hann kynntist í Svíþjóð á áttunda áratugnum. „Ég kynnist nokkrum Pólverjum. Þeir keyptu alla þá hluti sem þeir mögulega gátu: bíla, föt. Fyrir þá veittu þessir hlutir þeim slíka gleði eftir að hafa lifað við mikla fátækt. Að sama skapi voru Íslendingar bændasamfélag fram að seinna stríði, það var fyrst þar á eftir sem Ísland varð að nútímasamfélagi. Og þú getur rétt ímyndað þér hvort manneskjur sem hafa alist upp við slíka fátækt verði ekki hugfagnar af hlutum. Svo er líka svo leiðinlegt á Íslandi. Það er dimmt, kalt og einangrun er mikil. Og hvað gerir maður til að reyna að hafa gaman? Maður kaupir hluti! Snjósleða, bát og svo framvegis. Það er draumur hins fátæka manns að vera ríkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri