fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

„Hættulegur einstaklingur“ úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2019 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að maður, sem lögregla hefur ítrekað haft afskipti af síðustu vikur, skuli sæta gæsluvarðhaldi til 15. nóvember næstkomandi. Landsréttur felldi úrskurð sinn í dag en úrskurður héraðsdóms féll á laugardag.

Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurlandi kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari. Hann var handtekinn fimmtudaginn 17. október síðastliðinn í tengslum við við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot.

„Brot varnaraðila muni þá hafa verið nýafstaðin. Lögregla hafi komið á vettvang meintra brota og hitt þar  fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Brotaþoli og vitni hafi gefið skýrslu hjá lögreglu í dag og samræmist framburður þeirra framburði brotaþola um meint brot varnaraðila. Þá hafi verið tekin skýrsla af varnaraðila, en hann hafi neitað að tjá sig um meint brot.“

Þá kemur fram að í skráningarkerfi lögreglu (löke) komi fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur og brotahrina hans verið sleitulaus. Þannig hafi komið upp að minnsta kosti tíu ný mál á borð lögreglu á hendur honum og í flestum þeirra mála séu fleiri en einn brotaliður til rannsóknar.

„Við uppflettingu í lögreglukerfi komi fram að varnaraðili sé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum,“ segir í úrskurðinum.

Lögreglustjóri taldi að gæsluvarðhald væri ekki aðeins nauðsynlegt til að stöðva yfirstandandi brotahrinu heldur einnig til að verja aðra fyrir árásum mannsins. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldskröfuna og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag. Skal maðurinn því sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri