fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Vilja að Grafarvogurinn verði sjálfstætt bæjarfélag – Gufunesbær?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grafarvogsbúar ræða nú þann möguleika að gera Grafarvog að sjálstæðu sveitarfélagi. Þessi umræða fer fram í Facebook-hópnum Íbúar í Grafarvogi. Tilefnið er fyrirhuguð fækkun grunnskóla í hverfinu og óánægja með þær fyrirætlanir. Ef tillögur meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar verða að veruleika verður Korpuskóla lokað og aðrir skólar í norðanverðum Grafarvogi verða aldursskiptir. Þannig munu nemendur í fyrsta til sjöunda bekkjar sækja nám í Borgaskóla og Engjaskóla en nemendur í unglingadeild fara í Víkurskóla. Íbúar í Staðahverfi hafa lýst yfir óánægju með fyrirhugaða lokun Korpuskóla og telja dregið úr lögbundinni þjónustu í hverfinu með henni.

Málshefjandi í umræðum um þetta í íbúahópnum ritar:

„Íbúar í Grafarvogi hafa af og til viðrað hugmyndir um að hverfið verði gert að sér sveitarfélagi og slíti sig þannig frá Reykjavík. Oft er nefnt að þjónusta borgarinnar sé ekki í samræmi við íbúafjölda og það útsvar sem íbúarnir greiða.
Hefur einhver alvöru greining á þessari hugmynd farið fram?
Ástæðan fyrir því að ég spyr á þessum tímapunkti eru fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í norðanverðum Grafarvogi gegn vilja mjög margra (mögulega flestra) foreldra í þeim hverfum sem breytingin hefur áhrif á.“

Einn íbúinn svarar þessu svo:

„Ef einhverntíma væri þess virði að skoða það þá er það núna. Ekki gleyma að Harmaskóli verður „dýrasti“ skólinn í Reykjavík ef þeim tekst að loka Kelduskóla-Korpu þannig að hann er næstur á skurðarborðinu.“

Annar íbúi lýsir yfir þeirri skoðun sinni að Staðarhverfi eigi miklu meira sameiginlegt með Mosfellsbæ en til dæmis miðbæ Reykjavíkur. Annar íbúi til telur að nær væri að sameina öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu í eitt en að fjölga sveitarfélögum.

Skiptar skoðanir eru um þetta og einn ritar: „Ég persónulega sé ekki tilgang með að hafa sér sveitafélag, kostnaður við að reka sveitafélag er alltof mikill en að sameina sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu er mun brýnna. Eini möguleikinn sem ég sæi í þessu væri væri að verða hluti af mosfellsbæ. Það myndi klárlega breyta hlutum.“

Einn íbúi stingur upp á því að sjálfstæður Grafarvogur muni heita Gufunesbær.

Einn af þeim sem tjáir sig er Emil Örn Kristjánssonm, formaður Sjálfstæðisfélags Grafarvogs, en hann hefur áður lýst þeirri skoðun í fjölmiðlum að Grafarvogur ætti að vera sér sveitarfélag. Í Facebook-hópnum segir hann að hann vilji að Grafarvogur verði fyrirmyndarsveitarfélag. Hann hefur bent á að Grafarvogur yrði fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins ef af þessu yrði. Emil telur enn fremur að Reykjavík sé illa rekið sveitarfélag og hann sér Grafarvog fyrir sér sem vel rekið sveitarfélag. Árið 2016 var haft eftir honum í fjölmiðlum:

„Hún er bákn, þeir sem stjórna borginni eru ekki í neinni nánd við íbúanna, borgin er stórskuldug og í öllum skoðanakönnunum skorar Reykjavíkurborg ofboðslega lágt á ánægjuvoginni. Ef við förum í sveitarfélögin hérna í nágrenninu; tökum Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Garðabæ, þetta eru flott sveitarfélög, þau eru vel rekin og eiga góðan pening og þau skora alltaf mjög hátt á ánægjuvoginni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri