Vatn fossast núna niður úr lofti og á gólf fyrir framan Joe and the Juice í Kringlunni. Svo virðist sem úðarakerfi hafi farið í gang eins og gerast á við eldsvoða. DV hafði samband við skrifstofu Kringlunnar. Starfsmaður sem svaraði neitaði að veita upplýsingar um málið. Sagði hann að það stríddi gegn reglum. Blaðamaður benti honum á að ef blaðamaður væri sjálfur staddur í Kringlunni þá gæti hann séð þetta með eigin augum. Það sem væri að gerast ætti sér stað á almannafæri og væri því vart trúnaðarmál. Starfsmaður haggaðist ekki við þessi rök.
Samkvæmt sjónarvottum og myndefni sem hefur verið birt virðist hafa orðið bilun með þeim afleiðingum sem lýst er hér að ofan.
RÚV greinir einnig frá málinu og þar segir:
„Vatnskerfi Kringlunnar fór óvænt í gang á annarri hæð hússins nú á fimmta tímanum en það er hluti af eldvarnarkerfi verslunarmiðstöðvarinnar. Engin hætta var þó á ferðum en engu að síður lokaðist af sá hluti Kringlunnar þar sem flest veitingahúsin eru og rúllustigarnir stöðvuðust. Mikið vatn safnaðist fyrir á gólfi.“
Hér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi: