fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ung kona ók á stolinni bifreið í Katrínartúni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2019 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stolin bifreið var stöðvuð í Katrínartúni skömmu fyrir miðnætti í gær.

Ung kona keyrði bílinn og er hún grunuð um að hafa ekið stolnu bifreiðina undir áhrifum fíkniefna og var hún svipt ökuréttindum. Í dagbók lögreglu kemur fram að bæði konan og farþegi í bílnum séu grunuð um vörslu fíkniefna og hilmingu. Þau voru bæði vistuð í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Í dagbók lögreglu kemur fram að fleiri bifreiðir hafi einnig verið stöðvaðar í gær. Ein bifreið var stöðvuð á Vatnsendaveginum í Kópavogi en ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið bifreiðina undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Önnur bifreið var stöðvuð í Kópavoginum þar sem ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur auk þess sem hann notaði ekki öryggisbelti við aksturinn.

Bifreiðir voru einnig stöðvaðar í Höfðabakkanum og á Kjalarnesinu en ökumenn beggja bifreiða eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin sem var stöðvuð á Höfðabakkanum reyndist einnig vera ótryggð og voru skráningarnúmer hennar því klippt af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“