fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Ung kona ók á stolinni bifreið í Katrínartúni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2019 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stolin bifreið var stöðvuð í Katrínartúni skömmu fyrir miðnætti í gær.

Ung kona keyrði bílinn og er hún grunuð um að hafa ekið stolnu bifreiðina undir áhrifum fíkniefna og var hún svipt ökuréttindum. Í dagbók lögreglu kemur fram að bæði konan og farþegi í bílnum séu grunuð um vörslu fíkniefna og hilmingu. Þau voru bæði vistuð í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Í dagbók lögreglu kemur fram að fleiri bifreiðir hafi einnig verið stöðvaðar í gær. Ein bifreið var stöðvuð á Vatnsendaveginum í Kópavogi en ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið bifreiðina undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Önnur bifreið var stöðvuð í Kópavoginum þar sem ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur auk þess sem hann notaði ekki öryggisbelti við aksturinn.

Bifreiðir voru einnig stöðvaðar í Höfðabakkanum og á Kjalarnesinu en ökumenn beggja bifreiða eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin sem var stöðvuð á Höfðabakkanum reyndist einnig vera ótryggð og voru skráningarnúmer hennar því klippt af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Í gær

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“