fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

„Þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2019 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um svokallað sjálfgert barnaníðsefni sem hefur færst í aukana hér á landi.

Sjálfgert barnaníðsefni er farið að koma sífellt oftar til lögreglu hér á landi. Það lýsir sér þannig að íslensk börn senda kynferðislegt myndefni af sér á óprúttna aðila. Eftir það er börnunum oft hótað því að efnið verði birt ef þau senda ekki grófara efni.

Í nýútkominni skýrslu Europol er barnaníð á netinu gert að umtalsefni en í skýrslunni er kastljósinu beint að netglæpum. Þar er sérstaklega varað við þessu sjálfgerða barnaníðsefni.

Rætt var við Daða Gunnarsson, rannsóknarlögreglumann í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í kvöldfréttunum.

„Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Það er að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni.“

Þá er sagt í fréttinni að brotamaðurinn þykist vera einhver annar og kynnist barninu í gegnum samfélagsmiðla eða leiki á netinu.

 „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni.“

Í skýrslunni frá Europol kemur fram að þessar hótanir geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola. Dæmi eru um að börn í Evrópu hafi framið sjálfsvíg vegna þessa. Í samtali við Stöð 2 segist Daði hafa miklar áhyggjur af þróuninni sem sé mjög alvarleg.

„Þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfti að fara ræða þessi mál,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”
Fréttir
Í gær

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“