fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Ólöf tjáir sig um starfslokin: „Óneitanlega skrýtin tilfinning“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 18. október 2019 17:31

Ólöf Skaftadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í morgun hefur Helgi Magnússon, ásamt fleiri aðilum, keypt helmings eignarhlut 365 miðla í Torgi, sem er útgáfufélag Fréttablaðsins. Stefnt er að samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins að gefnu samþykki samkeppnisyfirvalda.

Ólöf Skaftadóttir hætti sem ritstjóri Fréttablaðsins í dag en hún hefur starfað á blaðinu í tæp 7 ár. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Davíðs Stefánssonar og tekur hann því stað Ólafar. Ólöf tjáir sig um starfslokin í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Þá er tæplega sjö ára tímabili mínu á Fréttablaðinu lokið. Óneitanlega skrýtin tilfinning. Ég er afskaplega þakklát Ingibjörgu sem gaf mér tækifæri til að ritstýra mest lesna dagblaði landsins þótt ung væri, þakklát fyrir dásamlegan tíma á blaðinu og ekki síst fyrir þá góðu vini sem ég kynntist á leiðinni. Nýjum eigendum og stjórnendum á blaðinu óska ég alls hins besta. Þið eruð með geggjað stöff í höndunum.“

Sveinn Arnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, tjáði sig einnig um starfslok sín í dag á Facebook. Þar segir hann breytingar vera í vændum á Fréttablaðnu þar sem nýtt fólk er að setjast í bílstjórasætin.

„Ég er stoltur af mínu litla framlagi til upplýstrar umræðu síðustu ár. Geng ég sáttur og þakklátur upp úr stólnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt