fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Íslensk hjón unnu 124 milljónir á föstudag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2019 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hjón á Vesturlandi duttu í lukkupottinn í Eurojackpot síðasta föstudag þegar þau unnu 124 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

„Það var ung kona á Vesturlandi sem fékk draumasímtalið sl. mánudag þegar starfsmaður frá Íslenskri getspá hringdi í hana og tilkynnti um vinning sem hún hafði fengið á áskriftarmiðann sinn í EuroJackpot.  „Ég er nú bara alveg steinhissa“ voru hennar fyrstu viðbrögð þegar henni var sagt að um væri að ræða vinning upp á rúmar 124 milljónir.“

Í tilkynningunni emur fram að konan og eiginmaður hennar séu búin að vera með miðann í áskrift undanfarið, eina röð sem kostar 300 krónur á viku.

„Þau eru að vonum alsæl með vinninginn og það öryggi sem hann veitir þeim inn í framtíðina og ætla þau að þiggja fjármálaráðgjöf sem vinningshöfum sem vinna milljónavinninga stendur til boða. Við minnum á að potturinn er fjórfaldur í þessari viku og stefnir í 5,4 milljarða og um að gera að smella sér á miða fyrir kl. 17:00 á föstudaginn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Í gær

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi